Nautakjöt

Á Sandhóli er starfrækt nautgripabú sem telur nú yfir 300 nautgripi. 

Við leggjum mikið upp úr því að dýrunum líði vel, þau hafi mikið og gott pláss og að allur aðbúnaður sé eins og best verður á kosið. Í nýju fjósi er góð loftræsting og mikil dagsbirta. Nautgripirnir liggja á hálmi sem er dreift nokkrum sinnum á dag í stíurnar. Gefið er svo kallað heilfóður, en þá er heyi, repjuhrati, höfrum, byggi og steinefnum blandað saman og saxað. Steinefnin eru það eina sem er aðkeypt, allt annað fóður verður til á Sandhóli.

Megnið af nautgripum á Sandhóli eru holdanautsblendingar. Kynin Aberdeen Angus, Galloway og Limosin holdanaut erfðablönduð á móti íslenskum kúm. Fljótlega verða fáanlegir hreinræktaðir gripir af Aberdeen Angus kyni á Íslandi. Í framtíðinni er gert ráð fyrir að nautgripir á Sandhóli verði af því kyni.

Nautgripir í lausagöngu á Sandhóli

Nautgripir í lausagöngu á Sandhóli